Oft má af máli þekkja…

Það var margt fólk í Hallgrímskirkju á þriðja tímanum í dag þegar við Ásta komum þar við á leiðinni vestur á Landakot til að heimsækja Ingibjörgu frá Hlöðutúni. Félagar í Mótettukór Hallgrímskirkju lásu Passíusálma Hallgríms Péturssonar.

Það er verðugur siður. Fólkið las vel og kunni á hrynjandina. Það er ekki sjálfgefið. Það var gott að staldra þarna við á háheilögum degi. Þá er í gangi í kirkjunni sýning á glæsilegu verki Baltasars Samper, sem ýmsir kalla gamla Balta. Verkið heitir Sjö orð Krists á Krossinum.

Mynd Baltasars

Baltasar er mikill listamaður. Það er ánægjulegt að sjá myndir hans gerðar eftir frásögum Biblíunnar. Þær tala sterku máli. Máli listamannsins og máli ritninganna. Trúarinnar. Tvær línur úr ellefta sálminum sitja í mér. Gunnar Ólafsson las:

„Oft má af máli þekkja
manninn, hver helst hann er.
Sig mun fyrst sjálfan blekkja,
sá með lastmælgi fer.

[…]

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.