Langir skuggar háhýsanna

„Engin fátækt á Íslandi. “ Það hefur verið forvitnilegt að fylgjast með umræðunni um fátækt á Íslandi undanfarin ár. Og sérdeilis hverjir það eru sem staðhæft hafa að engin fátækt sé þar og í mesta lagi alls ekki meiri en í viðmiðunarlöndunum. Það eru vinir valdstjórnanna sem þannig tala. Fólk sem hefur allt af öllu í skjóli við valdsherranna og launa fyrir sig með rangfærslum.

Um þessar mundir er þjóðarsálin meira og minna upptekin af fermingum barna. Fjölmiðlar allra gerða gera fermingum og undirbúningi þeirra veruleg skil. Markaðsöflin þenja básúnur af margföldu afli og fylla vit barnanna og foreldra þeirra af gerviþörf fyrir fánýti, glysi og glammi.

Sigþrúður, sem vinir hennar kalla Þrúðu, býr í ósamþykktri kjallaraíbúð í gömlu húsi sem stendur í skugga af háhýsi og brátt skal rífa. Þrúða er einstæð móðir með tvö börn. Veturinn hefur verið henni erfiður fjárhagslega og hún aldrei náð endum saman og fjölskyldan borðað þunnt síðustu viku hvers mánaðar. Þrúða vinnur á vöktum í stórmarkaði. Hefur getið sér gott orð fyrir samviskusemi.

Það hefir því valdið Þrúðu vaxandi kvíða að nú skal eldra barn hennar fermast. Hún sér enga leið til að kljúfa kostnaðinn sem fermingunni fylgir. Hikandi og kvíðin fór hún á fund Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur og spurði stamandi röddu hvort þar væri nokkurn stuðning að fá.

Starfskonur nefndarinnar tóku henni með mikill vinsemd og skilningi og sögðu að svo vel vildi til að nefndinni hefði borist rausnarlegt framlag og gæti því styrkt hana með fimmtíu þúsund krónum og úttektarávísun á mat að andvirði tíu þúsund.

Það var þá sem Þrúða fór að gráta.

Eitt andsvar við „Langir skuggar háhýsanna“

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.