Fyrirbærið í síðasta pistli

Nokkrar umræður hafa orðið í athugasemdum við síðasta pistil um fyrirbæri í myndavél. Ég vísa til þeirra athugasemda og bæti svo þessu við í lokin:

Minniskort myndavélarinnar var tæmt í janúar. Þá var og myndavélin yfirfarin, strokin og fægð og henni þakkað fyrir samstöðu á liðnu ári. Síðan var hún sett inn í skáp og henni sagt að nú yrðum við að taka það rólega og bíða hækkandi sólar.

Ég hef svo þá kenningu um drauminn að hann sé í eðli sínu þrá eftir nýrri sól, nýju vori og nýju sumri. Og, sú þrá sé sterkari í myndavélinni en í mér. Þetta er nefnilega myndavél, NIKON D200, með linsu AF-S NIKKOR 18-200 mm, G ED DX. Og hún er þannig gerð að hún uppörvar og hvetur eigendur sína í mesta skammdeginu þegar regn og vindar ætla allt að kæfa með þrúgandi rökkri.

Þannig er hún. Þessi elska

Eitt andsvar við „Fyrirbærið í síðasta pistli“

  1. Kortið tæmt, en þó ekki. Það er vissulega dularfull hegðun! Mín raun af hverskyns tækni er einmitt sú að tækin virðast oftar en ekki hafa sjálfstæðan vilja. Uppörvandi og ógnvekjandi tilhugsun í senn.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.