Litilmagninn og málsvarinn, og fleira

Lítilmagninn og málsvarinn

Las í Morgunblaðinu í gær, á blaðsíðu 40, grein eftir Jóhönnu Guðrúnu Agnarsdóttur. Hún var alin upp á Kumbaravogi við Stokkseyri, ein af fjórtán börnum. Greinin fjallar um arf Jóhönnu og systkina hennar sem virðist hafa villst af leið og aldrei náð til erfingjanna. Þá segir og frá hlut forsvarsmanna Kumbaravogsheimilisins, málsvara systkinanna, við meðferð arfsins sem og opinberra embættismanna og niðurstöðu dóms. Athyglisvert.

Silfur Egils

Sat við Sjónvarpið og horfði á Silfur Egils, einnig í gær. Horfi annars oftast á þáttinn á öðrum tíma en útsendingar. Fannst gott að hlusta á Björn Bjarnason. Hann svaraði vel og skilmerkilega án undanbragða og tafs. Það verður ekki sagt um marga stjórnmálamenn nú til dags. Fæstir tjá sig án vífillengja og orðhengilsháttar. Þetta var gott viðtal og klárt.

Óraplágan

Horfði loks á síðasta Kiljuþátt á netinu í gærkvöldi. Þar lét Slavoj Zizek gamminn geysa um málefni svo til allrar heimsbyggðarinnar. Margt af því sem hann sagði er einkar fróðlegt og vekur til umhugsunar. Jafnvel einfalda menn eins og mig. En maðurinn var ókyrr og stundum mátti engu muna að Egill smitaðist af ókyrrðinni. Það er ekki þægilegt. Óraplágan hefur legið á borðinu hjá mér síðan um jól. Hef ekki lagt í hana enn. Kannski ætti ég að taka hana með mér á spítalann til að dreifa huganum frá verkjum

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.