Með tárvotum augum

Þetta er dagur tilhlökkunar. Hann er dagur heilags Þorláks. Tilhlökkunin felst þó í skötuveislu. Fyrsta hamingjubylgjan fólst í að undirbúa skötuna, snyrta hana og skera til. Lyktin er enn á höndunum þótt ég hafi þegar sápuþvegið mér fimm sinnum. Svo tók ég til kartöflur, tólg og rúgbrauð. Bíð nú eftir klukkunni.

Lesa áfram„Með tárvotum augum“