Má spyrja þig að nafni?

Tveir menn sátu saman í járnbrautarlest í Frakklandi. Eldri farþeginn hafði Biblíuna sína opna og las frásöguna af brauðunum fimm og fiskunum tveim. Yngri maðurinn spurði þann eldri, forvitinn: „Fyrirgefðu herra, leyfist mér að spyrja hvort þú trúir þessari sögu, eða ertu bara að lesa hana?“ „Ég trúi henni,“ svaraði sá eldri, „gerir þú það ekki?“

„Nei,” sagði sá yngri. „Ég er vísindamaður og þessi saga stangast á við vísindalega hugsun.” Þegar hingað var komið tók lestin að hægja á sér. „Þetta er mín stöð,” sagði yngri maðurinn, „það var ánægjulegt að ræða við þig herra. Má ég spyrja þig að nafni?” „Pasteur,” svaraði eldri maðurinn, „Louis Pasteur.”

Eitt andsvar við „Má spyrja þig að nafni?“

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.