Guðmundur Jónsson óperusöngvari

Þær falla frá ein og ein, eikurnar sem umluktu líf og tilveru Íslendinga á síðustu öld. Eikurnar sem mynduðu skjólgarð umhverfis heimsmynd þeirra sem gengu sín spor á árunum þeim. Fólkið sem tók sér fastan sess í hugarfylgsnum manna með töfrandi list sinni og var þar tákn um gleði og fegurð. Alla ævi manns.

Þannig var Guðmundur Jónsson og röddin hans og yndislegur persónuleiki. Glaðbeittur, kátur, ljúfur. Það myndast skörð í skjólgarðinn. Skörð sem ekki skipast í og skjólið minnkar og maður hneppir upp í háls. Þakklæti er samt það fyllir brjóstið. Þakklæti fyrir gleðina sem maður þáði. Þakklæti fyrir samtíðarmann sem gerði lífið betra.

Pistil frá í fyrra um Guðmund má lesa hér.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.