Óratóría – Ísrael í Egyptalandi

Okkur var boðið í veislu á föstudaginn. Það var frábær veisla. Hún var hvorki í mat né drykk heldur í orðum og hljómum, sungin og leikin. Frábær veisla. Við þekktum orðin vel, höfum lifað með þeim hálfa ævina. Lesið aftur og aftur frásögn af kúgun og ánauð, hlýtt á harmakvein og andvörp þjóðar stíga upp af helgum textum. Hróp til Guðs um miskunn og náð. „Og Guð heyrði andvarpanir þeirra.“

Lesa áfram„Óratóría – Ísrael í Egyptalandi“