Klukkan sex fimmtíu

Morgunorð og morgunbæn, á rás eitt, þessa dagana eru ákaflega vel samin og flutt af séra Hreini Hákonarsyni, fangapresti. Hér við Horngluggann hlustum við hjónin svo til alltaf á morgunbænina kl. 06:50 með eftirvæntingu, í þeirri von að heyra tón sem snertir hjörtu okkar. Einhvern veginn eru það ekki margir sem koma orðinu frá sér á þann veg.

Það er uppörvandi að hlusta á séra Hrein flytja orðið, í einfaldleika og af einlægni, og finna hjarta sitt gleðjast við. Því miður er það svo að það sem heyrist helst til íslenskra guðsmanna í fjölmiðlum er naumast líklegt til að „greiða veg Drottins eða gjöra beinar brautir hans.“ Þar heyrist fremur af flokkadrætti, kærumálum og þrasi, en Orði Guðs og anda þess.

Við hvetjum fólk til að hlusta á séra Hrein. Það bætir.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.