Þá hvítnaði ég í framan

Hann var búinn með klippinguna. Tók til við að snyrta hausinn á mér og umhverfið. Klippti af augnbrúnunum og renndi síðan rakhnífnum niður aftan á hálsinum á mér. Eins gott að reita hann ekki til reiði, hugsaði ég. Hann ræddi stjórnmál. Ég sagðist hafa kosið í gær og það væri ekkert hægt að hafa áhrif á mig. Svo fór hann að ræða muninn á Davíð og Geir.

Lesa áfram„Þá hvítnaði ég í framan“