Þrír kunningjar

Hitti einn þeirra í gær. Það var á biðstofu og brátt kæmi að mér. Þá kom inn maður í biðstofuna, það gustaði af honum. Hann var í víðum frakka dökkum, síðum með belti um sig miðjan. Hann ræskti sig og hóstaði og lét eiginlega eins og hann ætti stærri hlutann í biðstofunni. Þegar hann var farinn úr frakkanum varð mér litið framan í hann og þá brá mér heldur betur í brún.

Lesa áfram„Þrír kunningjar“