Vorveður á Íslandi

Bjartsýnin fyllir hvert íslenskt hjarta. Einnig okkar og því renndum við í Borgarfjörð á föstudag eftir vinnu. Það leit heldur vel út, örlítið snjófjúk, næstum logn og hitinn um núll gráður. Vegurinn var um það bil auður alla leið og við fundum fyrir gamalkunnum tilhlökkunar tilfinningum. Á laugardag snjóaði frameftir degi í logni og þægilegheitum en síðdegis snérist vindáttin í norður, 8 til 10 m/s og hitastigið í mínus 7°C.

Lesa áfram„Vorveður á Íslandi“