Góðir dagar í Glasgow og Edinborg I

Við tókum daginn snemma og gerðum áætlun um ferð til Edinborgar með talsverðri tilhlökkun. Eftir fasta liði morgunleikfiminnar héldum við af stað í leit að Central Station og fórum niður að á, River Clyde, og gengum vestur með henni. Við búum á Riverside -inu.

Þegar í Centralstöðina kom bentu starfsmenn okkur á að miklu fljótara væri að fara upp á Queen Street Station, því lestirnar þaðan væru einskonar express, færu beint á milli á 45 mínútum, þegar aðrar færu út og suður á leiðinni og það tæki tvöfalt lengri tíma. Stigum við þvínæst upp í bus sem ók okkur upp á þessa Queen Sreet Station.

En þá brá okkur heldur betur í brún, því kílómeters löng biðröð var að stöðinni, biðröð sem samanstóð af 10.000 fótboltaáhugafólki og bullum. Allar lestir og rútur og allt yfirfullt af fólki á leið á einhvern kappleik, að okkur skilst á milla Íra og Skota. Lögreglukona sem við spurðum út í málið sagði að það yrði ekki skemmtilegt fyrir okkur í lestinni og jafnvel svakalegt á bakaleið í kvöld. Við ákváðum að fella ferðina niður, að minnsta kosti til morguns. Sjá svo til.

Og nú eru uppi hugleiðingar um nýja dagsáætlun. Ekki alveg séð hvernig hún verður í laginu en erum með Burrels Collection í huga. Annars allt opið. Mér hefur ekki tekist að opna póstinn í dag. Veit ekki hvað veldur. Þeir sem vilja segja hæ við Ástu í tilefni dagsins geta sent henni SMS, þau hafa skilað sér mjög vel í morgun. Og svo auðvitað síminn hennar.

Í augnablikinu er hún að ráða krossgátu og borða súkkulaðibita. Mér sýnist hún vera tiltölulega sátt við tilveruna þó félagi hennar sé bæði gamall og grár. Sumt fólk er svo blessunarlega nægjusamt. En hún biður fyrir bestu kveðjur héðan úr Glasgow. Sem og ég.

2 svör við “Góðir dagar í Glasgow og Edinborg I”

  1. Ynnilega til hamingju með daginn og ferðina út elsku amma kv. Röggi

    Hringi í þig þegar þið komið heim.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.