Pabbi í hundrað ár

Hefði hann lifað hefði hann orðið hundrað ára í dag. Pabbi minn. Hann fæddist 30. mars 1907. En hann lést tiltölulega ungur eða fimmtíu og fjögurra ára. Afmælisdagurinn hans var mér alltaf hátt í minni. Sérlega þegar ég var drengur. Það er af því að þetta var dagurinn hans pabba. Ég man eftir hrifningunni sem fyllti huga minn þegar þessi dagur kom.

Lesa áfram„Pabbi í hundrað ár“

Gras

Kornungur, – kannski sjö eða átta ára, austur í Kirkjulæk í Fljótshlíð þar sem afi minn Steinn var bóndi og amma Sigurbjörg, – tók ég eftir því að þegar ég gekk í fótspor afa míns, sem var stór og sterkur maður með yfirskegg og var í vesti og í vestinu var úrið hans með keðju og ég gat ekki tekið eins stór skref og hann, að hvort sem við vorum að fara upp á Rima eða austur á Bakka, og ég elti hann, …

Lesa áfram„Gras“

Þrír kunningjar

Hitti einn þeirra í gær. Það var á biðstofu og brátt kæmi að mér. Þá kom inn maður í biðstofuna, það gustaði af honum. Hann var í víðum frakka dökkum, síðum með belti um sig miðjan. Hann ræskti sig og hóstaði og lét eiginlega eins og hann ætti stærri hlutann í biðstofunni. Þegar hann var farinn úr frakkanum varð mér litið framan í hann og þá brá mér heldur betur í brún.

Lesa áfram„Þrír kunningjar“

Góðir dagar …. Niðurlag.

Það er komið nóg af Glasgow og Edinborg. Meira en nóg. Síðasta deginum eyddum við að talsverðum hluta í Cathedralinu við Kastalastræti. Það er dómkirkjunni. Hún er stórkostleg bygging. Á upphaf að rekja til áranna um 600 eftir Kristsburð. Tign hennar og göfgi taka á móti manni um leið og gengið er inn á hellulagt svæðið framan við hana. Vorum snemma á ferð og fáir aðrir ferðamenn komnir á kreik.

Lesa áfram„Góðir dagar …. Niðurlag.“

Það styttist í kosningar

Stóra breytingin á austurlandi er sú að nú hafa allir atvinnu. Nú á fólk fyrir mat og fötum og menntun barnanna sinna. Einnig híbýlum. Það er mikil blessun fyrir venjulegt fólk að hafa atvinnu og eiga fyrir nauðsynjum. Þessu breytti ákvörðun um Kárahnjúkavirkjun og álver á Reyðarfirði. Ég man aldrei til þess, hversu hátt sem áhugafólk um mótmæli hrópar á móti virkjunum, að fram kæmu- komi nothæfar tillögur í atvinnu- og afkomumálum austfirðinga.

Lesa áfram„Það styttist í kosningar“

Orð dagsins

Mörg orð eru viðhöfð sem ætti að friða þar til einhver getur útskýrt hvað í þeim felst. Þar á meðal eru ást og kærleikur.

Lars Andersen

Eina ferðina enn

Stundum, þegar ég heyri nýja kandidata stjórnmálaflokkanna hrópa hvað þeir ætla að gera veröldina góða fyrir okkur hin, rifjast upp fyrir mér örlög nýrra kandidata stóran hluta síðustu aldar. Aftur og aftur gerðist það. Sama sagan. Allir höfðu þeir töfrasprota á lofti, stóryrði og tár í augunum, af ákafa og einlægum hetjumóði. Svo náðu sumir þeirra kosningu og hvað þá?

Lesa áfram„Eina ferðina enn“