Viðrar vel til lesturs

Janúar hefur silast áfram í bókalestri. Jólabækur bárust umfram væntingar og framkallaði rausn gefenda klökkva í gömlu og slitnu hjarta. Í gær tók ég plastið utan af einni sem hefur beðið eftir að að henni kæmi. Sú heitir Í reiðuleysi í París og London og er eftir þann kúnstuga karl Eric Arthur Blair, sem fólk þekkir sem rithöfundinn George Orwell.

Lesa áfram„Viðrar vel til lesturs“