Nú heitir Pulsubarinn Fröken Reykjavík I

Við fórum tveir niður í miðbæ Reykjavíkur í morgun. Ég A og ég B. Við tveir. Það er ég. Já, og þetta skrítna fyrirbæri sem stundum tekur yfir, sjálfsveran og vikusálin, svo vitnað sé í Rousseau sem talaði um tvennskonar lunderni sem skiptist reglulega á og hann kallaði vikusálirnar sínar. Og hann bætti við að önnur gerði vit hans sturlað en hin gerði sturlun hans vitra. En þó þannig að sturlunin væri vitinu yfirsterkari í báðum tilvikum.

Lesa áfram„Nú heitir Pulsubarinn Fröken Reykjavík I“