„…græt ég eins og barn til móður“

Það var ellefti nóvember í gær. Á þeim degi fæddist þjóðinni stórmenni árið 1835. Séra Matthías Jochumsson. Skáld og snillingur. Sálmar hans, frumsamdir og þýddir eru sungnir enn í dag. Ákall til Guðs um huggun á sorgarstundum. Allir upplifa þær. Með klökkva í hjarta hefur þjóðin tekið undir með kirkjukórum landsins í sálmunum, Hærra minn Guð til þín og Lýs milda ljós.

Í tilefni dagsins birti ég ljóðið Hátt ég kalla.

Hátt ég kalla,
hæðir fjalla,
hrópið með til Drottins halla.
Mínum rómi,
ljóssins ljómi,
lyft þú upp að herrans dómi.

Ég vil vaka,
ég vil kvaka,
allt til þess þú vilt mig taka.
Til þín hljóður,
Guð minn góður,
græt ég eins og barn til móður.

(Ort 1874)

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.