Gamlir menn á tæknitímum

Það er sagt að þeir sem bestum árangri nái í hinum ýmsu tækninýjungum sem stöðugt eru í þróun og mikilli framför, séu þeir sem byrja nógu ungir að ástunda og tileinka sér tæknina. Sem dæmi er gjarnan vitnað í færni í meðferð tölva og allra þeirra margslungnu forrita sem þeim fylgja. Svona niðurstöður eru ekki sérlega uppörvandi fyrir eldri borgara enda hafa ýmsir þeirra reynslu af höfuðverk sem yfirtekur tilveru þeirra þegar glímt er við hin einföldustu forrit.

Það er því talsverð huggun að upplifa að stundum kemur tæknin svo langt á móti fólki sem er að glíma við galdrana, að það horfir undrandi á skjáinn sinn, hrifið og hamingjusamt yfir árangrinum. Pistilshöfundur er um þessar mundir að tileinka sér nýjar „græjur” til ljósmyndunar og getur ekki á sér setið að prófa hvernig það verkar á heimasíðu.

Hér fyrir neðan eru þrjár myndir, teknar af svölum íbúðablokkar á sjöundu hæð, nánar tiltekið við hliðina á Hornglugganum margumrædda. Kallar hann myndirnar einfaldlega Sýnishorn 1, sýnishorn 2 og sýnishorn 3. Smellið á þær og athugið hvort þið getið samglaðst karlinum.

Er þetta ekki magnað?

2 svör við “Gamlir menn á tæknitímum”

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.