Rigning í grennd

Það er laugardagsmorgun, norðan 1-3 m/s, rigning í grennd, hiti + 11°C, raki 87%, loftþrýstingur 996.9 m/b. Við hóuðum lambám burt af nærliggjandi akri. Árla. Þær sækja þangað stíft og horfa áleitnum augum á laufið á víði og ösp innan við girðingar. Annars er afar kyrrt yfir sveitinni. Bændur fara sér hægt og bíða eftir þurrki.

Lesa áfram„Rigning í grennd“