Helgi og Hannes – Trefillinn

Þeir ganga inn með Sæbraut. Sjávarmegin. Nokkuð er um göngufólk og einstaka manneskja hjólar. Helgi skoðar hvert reiðhjól sem framhjá fer. Þegar hávaxinn karlmaður kemur á gamaldags hjóli með háu stýri og situr fattur, er í flaksandi skyrtu, alltof stuttum buxum og reykir vindil, má engu muna að Helgi fari úr hálsliðnum. Hann horfir lengi á eftir náunganum.

Lesa áfram„Helgi og Hannes – Trefillinn“