Hríslan og lækurinn

Í morgun árla, við Horngluggann, eins og flesta aðra morgna, sátum við og ræddum málin yfir kaffinu okkar og hlýddum á veðurstofuna lesa veðuryfirlitið. Staðarlýsing hvers svæðis endaði oftast með orðinu rigning. Við létum eftir okkur að fagna regninu og samglöddumst litlu skógarplöntunum sem við höfum verið að pota ofan í móa og mel í vor. Vori sem einkenndist af þurrki og kulda.

Lesa áfram„Hríslan og lækurinn“