Vikusálin mín II

Vikusálin hóf samtalið. Spurði mennina hvað þeir störfuðu. Byggingavinnu. Hvað þeir gerðu á vinnustað. Mótauppslátt og járnabindingar. Þá hýrnaði yfir vikusálinni. Hún hafði unnið við járnabindingar fyrir hálfri öld eða svo. „Þá var verið að skipta úr rúnnjárni yfir í kambstál og tentor. Fengum sama verð fyrir kílóið og greitt var fyrir rúnnjárnið. Græddum heilmikið. Það var svo miklu meiri þyngd í kambstálinu. Og beinar stangir í súlum og mottum.“

Lesa áfram„Vikusálin mín II“

Vikusálin mín I

Morguninn varð öðruvísi. Það er af því að „ég er ofurseldur tvennskonar lunderni sem skiptist reglulega á […].“ Það hófst við horngluggann. Ég fjasaði um aðhald og nauðsynlegan sparnað í fjármálum. Það endaði með því að Ásta stóð upp og tók til við annað. Þessu lendir maður í. Ég lagaði þá tvöfaldan skammt af karríblöndunni minni. Nota eigin uppskrift. Hef lítinn hvítlauk.

Lesa áfram„Vikusálin mín I“