Brandari páskanna

Við hlustuðum á útvarpsmessu á páskadagsmorgni. Vorum í sveitinni okkar. Þar var alhvít jörð á upprisudaginn og snjómugga í loftinu. Orð ræðumannsins vöktu til umhugsunar. Skilningur hans og viðhorf undirstrikuðu hvað greind mín og skilningur ná skammt. En það hefur raunar bagað mig alla tíð og ég kveinkað mér þegar umræða minnir á það. Biskupinn prédikaði og sagði meðal annars:

Lesa áfram„Brandari páskanna“