Spegill

Ég er silfur og nákvæmur. Ég er fordómalaus.
Hvað sem þú sérð gleypi ég samstundis
Rétt eins og það er, án áhrifa ástar eða andúðar.
Ég er ekki grimmur, aðeins sannur —
Auga lítils guðs, fjögurra horna.
Mestan hluta tímans hugleiði ég vegginn andspænis.
Hann er bleikur, með doppum. Ég hef horft á hann svo lengi
Að ég held hann sé hluti af hjarta mínu. En hann flöktir.
Andlit og myrkur aðskilja okkur aftur og aftur.
Nú er ég stöðuvatn. Kona hallar sér að mér,
Gáir hvað ég sýni hvernig hún raunverulega sé.
Síðan snýr hún sér til blekkinganna,
/ kertaljósanna eða tunglsins.
Ég sé bak hennar, og spegla það af nákvæmni.
Hún launar mér með tárum og skjálfandi höndum.
Ég er henni mikilvægur. Hún kemur og fer.
Á hverjum morgni kemur andlit hennar í stað myrkursins.
Í mér hefur hún drekkt ungri stúlku,
/ og í mér snýr gömul kona sér
Í áttina til hennar dag eftir dag, eins og hræðilegur fiskur.

Sylvia Plath / Óli Ág.

Mirror eftir Sylviu Plath

I am silver and exact. I have no preconceptions.
What ever you see I swallow immediately
Just as it is, unmisted by love or dislike.
I am not cruel, only truthful —
The eye of a little god, four-cornered.
Most of the time I meditate on opposite wall.
It is pink, with speckles. I have looked at it so long
I think it is a part of my heart. But it flickers.
Faces and darkness separate us over and over.
Now I am a lake. A woman bends over me,
Searching my reaches for what she really is.
Then she turn to those liars, the candles or the moon.
I see her back, and reflect it faithfully.
She rewards me with tears and an agitation of hands.
I am importand to her. She comes and goes.
Each morning it is her face that replaces the darkness.
In me she has drowned a young girl, and in me an old woman
Rises toward her day after day, like terrible fish.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.