Lóðrétt eða lárétt 2

Morgunþáttur Ævars Kjartanssonar í morgun, Lóðrétt eða lárétt, var ákaflega ánægjulegur. Spurningar stjórnandans virtust byggðar á nokkurri þekkingu og greinilegum áhuga á efninu. Þá voru svör viðmælandans byggð á traustum grunni, mikilli þekkingu og rannsóknum á textum Gamla testamentisins, efninu sem fjallað var um. Það er ekki oft sem mönnum tekst svo vel að fjalla um leyndardóma Heilagrar ritningar í útvarpi að unun er á að hlusta. Það kemur þó fyrir.

Lesa áfram„Lóðrétt eða lárétt 2“