Áskorun til bókmenntafólks

Birta hugans er köld

Hún batt enda á líf sitt með því að stinga höfðinu inn í gasofninn í eldhúsinu á meðan börn hennar sváfu á hæðinni fyrir ofan.. Kannski var verknaðurinn angistarfullt hróp á hjálp. Örvæntingaróp eins og svo margra. En hjálpin barst henni ekki. Hún lét lífið. Aðeins þrítug að aldri. Mikilhæf manneskja og veik. Sylvia Plath. Hún var fædd 27. október 1932.

Lesa áfram„Áskorun til bókmenntafólks“

Spegill

Ég er silfur og nákvæmur. Ég er fordómalaus.
Hvað sem þú sérð gleypi ég samstundis
Rétt eins og það er, án áhrifa ástar eða andúðar.
Ég er ekki grimmur, aðeins sannur —
Auga lítils guðs, fjögurra horna.
Mestan hluta tímans hugleiði ég vegginn andspænis.
Hann er bleikur, með doppum. Ég hef horft á hann svo lengi
Að ég held hann sé hluti af hjarta mínu. En hann flöktir.
Andlit og myrkur aðskilja okkur aftur og aftur.
Nú er ég stöðuvatn. Kona hallar sér að mér,
Gáir hvað ég sýni hvernig hún raunverulega sé.
Síðan snýr hún sér til blekkinganna,
/ kertaljósanna eða tunglsins.
Ég sé bak hennar, og spegla það af nákvæmni.
Hún launar mér með tárum og skjálfandi höndum.
Ég er henni mikilvægur. Hún kemur og fer.
Á hverjum morgni kemur andlit hennar í stað myrkursins.
Í mér hefur hún drekkt ungri stúlku,
/ og í mér snýr gömul kona sér
Í áttina til hennar dag eftir dag, eins og hræðilegur fiskur.

Sylvia Plath / Óli Ág.

Lesa áfram„Spegill“

Söngtrío anno 1954

Gömul ljósmynd kom upp í hendurnar á mér fyrir skömmu við tiltekt í gömlu dóti. Hún er af söngtríói sem stofnað var á Hvanneyri veturinn 1954, í tilefni af 1. des. hátíðinni sem var einskonar árshátíð skólans á þeim árum. Þar tróð tríóið upp og söng nokkur lög, gömul og ný, svo sem: Anna mín með ljósa lokka, / líf og fjör og yndisþokka. Var lagið tileinkað Önnu Hauksdóttur, Jörundssonar, sem starfaði á skólanum þetta árið.

Lesa áfram„Söngtrío anno 1954“

Tyllidagar á landsfundi

Stundum hef ég leitt hugann að því, tala af langri reynslu, hvað stjórnmálamönnum er gjarnt til, á tyllidögum, að bæta við ræður sínar málsgreinum um málaflokka sem þeir vita að höfðu verið útundan á liðnum tíma. Má nokkurn veginn ganga út frá því sem vísu að allir stjórnmálaflokkar geri slík mál að baráttumálum í aðdraganda kosninga. Með því höfða þeir til hópanna sem þeir vita að nutu ekki fulls réttlætis, í von um að hæna atkvæði þeirra að.

Lesa áfram„Tyllidagar á landsfundi“

Lóðrétt eða lárétt 2

Morgunþáttur Ævars Kjartanssonar í morgun, Lóðrétt eða lárétt, var ákaflega ánægjulegur. Spurningar stjórnandans virtust byggðar á nokkurri þekkingu og greinilegum áhuga á efninu. Þá voru svör viðmælandans byggð á traustum grunni, mikilli þekkingu og rannsóknum á textum Gamla testamentisins, efninu sem fjallað var um. Það er ekki oft sem mönnum tekst svo vel að fjalla um leyndardóma Heilagrar ritningar í útvarpi að unun er á að hlusta. Það kemur þó fyrir.

Lesa áfram„Lóðrétt eða lárétt 2“

Eftir eldinn

„Ég get staðist allt nema freistingar.“ Í ævisögu Oscars Wildes segir höfundur hennar, Hesketh Pearson; „Ég ætla fyrst og fremst að leggja áherslu á kímni hans og gáska, því að það eru höfuðeinkenni Wildes, að minni hyggju, en ekki píslargangan.“ Þarna staldraði ég við. Orð eins og þessi leysa úr læðingi hugleiðingar um viðhorf fólks til lífsins. Í nútímanum er eins og allt eigi að vera skemmtilegt, hressandi og vekja hlátur. Áreynslulaust, alvörulaust án sársauka og þjáningar. En er lífið þannig í eðli sínu?

Lesa áfram„Eftir eldinn“

Hverjum er ekki misboðið

„Munurinn á blaðamennsku og bókmenntum er sá, að blöðin eru ólesandi en bókmenntirnar eru ekki lesnar.“ Oscar Wilde komst þannig að orði. Þessi hnyttna setning kom upp í hugann fyrir skömmu þegar ramakvein blaðamanna glumdi sem hæst yfir þjóðina vegna komu fulltrúa sýslumanns inn á ritstjórn Fréttablaðsins. „Okkur er misboðið,“ sögðu þeir, „okkur er verulega misboðið. Það er verið að skerða rétt okkar.“

Lesa áfram„Hverjum er ekki misboðið“