Hugleiðing á hátíð

Minnisstætt atvik frá fyrri árum vitjar mín. Mér var boðið í brúðkaupsveislu til ættmenna eiginkonu minnar, ásamt henni að sjálfsögðu. Að öllum jafnaði var ég feiminn í svona veislum. Kannaðist stundum við nokkra viðstaddra en þekkti eiginlega engan svo náið að ég gæti hallað mér að honum og komið af stað spjalli. Vissi og af fyrri reynslu að í svona veislum talaði fólk mest um sjálft sig og efni sem ég hafði hvorki vit né áhuga á. Þess vegna var ég einskonar hornreka þarna í félagslegu tilliti.

Lesa áfram„Hugleiðing á hátíð“