Rafspennubreytingar í heilastöðvum?

Það er með nokkru hiki sem ég nefni nafn Þorsteins Gylfasonar, prófessors við Háskóla Íslands. Það er auðveldara að nefna nöfn jafningja sinna. Ég hitti manninn einu sinni. Við vorum á leið út úr Háskólabíói eftir sinfóníuhljómleika. Ég heilsaði honum með handabandi og sagðist lesa bækurnar hans og að sumum barna minna hefði hann kennt og þakkaði honum fyrir hvorttveggja. Ég man enn hvað hönd hans var hlý og handtakið hæfilega þétt.

Lesa áfram„Rafspennubreytingar í heilastöðvum?“