Þegar þakskeggið þagnar

Það vakti athygli okkar hvað lítið er um pöddur þetta árið. Ólíkt fyrri sumrum og sérílagi því í fyrra. Varla að maðkur næði sér á strik á alaskavíðinum. Og fiskiflugur og slíkar fullvaxnar hafa eiginlega ekki sést. Hvað þá geitungar. Fiðrildi afar sjaldgæf. Menn tala um kaldan vetur og kalt og þurrt vor sem ástæðu. En hvað sem því líður þá er þetta tvíbent. Mennirnir fagna en fuglarnir harma.

Lesa áfram„Þegar þakskeggið þagnar“

Árás á London

Árás á London. Venjulegu fólki í dagsins önn slátrað. Án miskunnar. Þannig var það einnig í New York í september um árið. Venjulegu fólki í dagsins önn slátrað. Þjóðarleiðtogar brugðust við með því að snúa bökum saman. Sýndu samstöðu á móti grimmdinni og reyna að uppræta upptök hennar. Ekki er auðvelt að skorast undan þátttöku í slíkri samstöðu.

Lesa áfram„Árás á London“

Að eyðileggja bækur

Þær eru ógleymanlegar margar ánægjustundirnar sem bækur Halldórs Kiljan Laxness veittu mér í gegnum árin. Sem og þúsundum annarra lesenda hans. Að sjálfsögðu. Aftur og aftur tók ég bækurnar fram og endurlas uppáhaldskaflana mína. Ýmsar persónur þeirra hafa orðið eins og hluti af lífinu. Hetjur sérkennilegra viðhorfa, orða og hnyttni.

Lesa áfram„Að eyðileggja bækur“