Hvar hjartað slær

Við hittumst í anddyri hússins í gær. Á miðjum degi. Hann er grannur og snaggaralegur, maður á mínum aldri, og sagði, eftir góðan dag, „ég keypti nýjan bíl. Var orðinn leiður á að þvo þann eldri.“ Fyrst horfði ég á manninn, þóttist greina kaldhæðni, því hann átti svo til nýjan bíl fyrir. Sömu tegundar. Loks kviknaði á perunni og ég svaraði: „Ég þekkti mann sem keypti nýja skó þegar hann sleit skóreim.“

Lesa áfram„Hvar hjartað slær“