Dínamít er sprengiefni

Við fórum í leikhús í gær. Við Ásta. Sáum leikritið Dínamít eftir Birgi Sigurðsson. Þetta er átakamikið og kröftugt leikverk. Mikil orðræða og framúrskarandi leikur. Við hrifumst af verkinu. Bæði. Það fer samt þannig fyrir mér í leikhúsi að það er textinn, hugsunin og tjáningin sem hrífur mig helst. Umgjörðin hefur minna gildi. Sennilega af því að ég hef ekki vit á henni.

Lesa áfram„Dínamít er sprengiefni“