Afar og ömmur Óla Ágústssonar

Það er við hæfi að gera öfum og ömmum nokkur skil. Að sjálfsögðu eiga allir aðgang að Íslendingabók og geta náð sér í fróðleik um forfeðurna þar. En í huga mínum var þetta fólk mér kært og á ég ekki von á að ættfræðibækur eða stofnanir hafi sömu tilfinningu til þeirra. Ég er svo lánsamur að eiga mynd af þeim öllum saman. Smellið á myndina til að stækka hana.

Afar og ömmur

Á myndinni hér fyrir ofan, sem var tekin á fermingardag Steindórs bróður, fyrir utan Bjarg við Suðurgötu, í Reykjavík, eru þau frá vinstri talið:

Föðurfaðir: Ólafur Þorleifsson,
f. 22. mars 1877, d. 3. ágúst 1947.
Föðurmóðir: Hreiðarsína Hreiðarsdóttir,
f. 23. október 1879, d. 13. janúar 1973.

Móðurmóðir: Sigurbjörg Dóróthea Gunnarsdóttir,
f. 16. mars 1875, d. 31. ágúst 1969.
Móðurfaðir: Steinn Þórðarson,
f.17. ágúst 1882, d. 24. desember 1979.

Börn Ólafs og Hreiðarsínu eru:

Guðjón, bóndi á Stóra-Hofi í Gnúpverjahreppi, f. 1903 – d. 1985
Ágúst, faðir minn, pípulagningamaður og skósmiður
f. 1907 – d. 1961
Sigurbjörg, lést úr berklum 21 árs gömul, f. 1909 – d. 1930
Ólafur, lést úr berklum 18 ára gamall, f. 1912 – d. 1930
Hreiðar, verslunarmaður f. 1917 – d. 1979
Ásta, húsfreyja í Reykjavík f. 1921 –
Guðleif, hjúkrunarkona f. 1926 – d. 2008

Börn Steins og Sigurbjargar eru:

Ingileif, húsfreyja á Kollabæ í Fljótshlíð, f. 1908 – d. 2006
Gunnbjörg, móðir mín, húsfreyja í Reykjavík og síðar
í Miðkrika í Hvolhreppi, f. 1910 – d. 1992
Ólafur, bóndi á Kirkjulæk í Fljótshlíð f. 1911 – d. 1993

2 svör við “Afar og ömmur Óla Ágústssonar”

  1. gaman að sja mynd af langömmu og langafa.
    Anna Bjorg

  2. Kondu sæll.
    Og þakka þer fyrir þessa siðu. Það hafði engin sagt mer fra siðuni þinni.
    Guðjon Olafsson var afi minn. Eg er dottir Sigurbjargar Guðjonsdottir sem var skyrð yfir kistu Sigurbjargar systir Guðjons afa minns.
    Mamma do arið 2000 og þegar mamma bjo og vann i reykjavik kom hun offt til Astu.
    Eg þarf nu að fara heilsa upp a Astu. Hvar byr hun nuna
    Frænka min duddum inn a siðuna að þvi við vorum að tala um ættina okkar.
    Hun frænka min heitir Guðny Maria Hreiðarsdottir og er dottir Hreiðars Guðjonssonar sonur Gudjons Olafssonar

    Kær kveðja
    Anna Bjorg Michaelsdottir
    England

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.