Með stóran heim inni í höfðinu

Stundum heyrir maður orð sem skera sig úr í orðaglaumi hversdagsins og fá mann til að staldra við. Í dag hafa orð tveggja merkiskvenna gefið ástæður til að velta orðum þeirra fyrir sér. Í hádeginu var í Rúv. viðtal við frú Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, í tilefni af sjötíu og fimm ára afmæli hennar. Hún endaði samtalið með því að segja að „hún ætti stóran heim inni í höfðinu á sér.“

Lesa áfram„Með stóran heim inni í höfðinu“