Breytileg átt á Efstaleiti

Það er dálítið þægilegt að geta horft og hlustað á fréttir og dægurþras í fjölmiðlum án þess að láta titring þeirra ergja sig. Á mínum aldri er þetta hægt því það láta, hvort sem er, allir sér í léttu rúmi liggja hvaða skoðanir karlar á úreldingarhlunnum hafa á málunum. Ég hef þó hlustað á Ríkisútvarpið í meira en sextíu ár. Er alinn upp við Pétur Pétursson, Helga Hjörvar, Jónas Þorbergsson, Vilhjálm Þ. Jón Múla og fleiri ógleymanlega persónuleika.

Lesa áfram„Breytileg átt á Efstaleiti“