Magga, Gugga, Agga, og Bagga

Ákvað að prófa nýja uppskrift. Fiskrétt. Það er ávallt nokkur lífsreynsla að glíma við slíkt. Fékk þessa flugu í höfuðið í gær. Byrjaði með því að lesa uppskriftina tvisvar. Skrifaði síðan hjá mér öll efni sem nota átti og komst að því að nokkur atriði voru ekki til í húsinu. Það þýddi að ég varð að þræla mér niður í Hagkaup í Smáralind. Hún er samt ein sú leiðinlegasta verslun sem ég kem í. Maður er þvingaður til að ganga hálfan kílómeter þótt mann vanti ekki nema eitt atriði í matardeildinni.

Lesa áfram„Magga, Gugga, Agga, og Bagga“

Geggjun

Viðtalið við Birgi Sigurðsson leikskáld í Lesbók Moggans um helgina er kraftmikið. Ekki var svo sem við öðru að búast úr því að maðurinn hefur verið á kafi í Nietzsche um árabil. Erlendis. Nánar tiltekið í Edinborg. Svo kom hann heim og um það segir hann: „Ég hef búið erlendis í tvö og hálft ár og er nýfluttur heim. Fyrst þegar ég kom heim leið mér eins og ég hafi verið sleginn utan undir. Samfélagið þjáist af græðgi, framasýki, frægðarfíkn og streitu. Þetta verkar á mann eins og geggjun.

Lesa áfram„Geggjun“

Lóðrétt eða lárétt

Þættir Ævars Kjartanssonar, á sunnudagsmorgnum í vetur, hafa yfirleitt verið áhugaverðir og á hann hrós skilið fyrir þá. Hann hefur kallað til sín viðmælendur ýmissa gerða þótt guðfræðingar hafi verið í meirihluta. Flesta þessa þætti hef ég hlustað á og haft verulega ánægju af sumum þeirra. Í gærmorgun var síðasti þátturinn um sinn og viðmælandi Ævars var Njörður P. Njarðvík, prófessor, bókmenntafræðingur og skáld.

Lesa áfram„Lóðrétt eða lárétt“

Stefnumót

Við Ásta erum að búast í sveitina. Eigum þar stefnumót. Ætlum að fara og hitta þrestina sem reka búskap í runnanum við Litlatré. Ætlum að sauma dekkið á pallinum og setja upp stólpa fyrir grindverk. Ætlum að setja upp sjónvarpsloftnet og klippa ofan af alasakavíðinum og undirbúa sprotana fyrir gróðursetningu.

Lesa áfram„Stefnumót“

Vinir um eilífð – Gleðilegt sumar

Sumardagurinn fyrsti og enginn snjór. Ánægjulegt. Vorið tók vel á móti okkur á tónleikum hjá Skagfirsku söngsveitinni í Langholtskirkju undir stjórn Björgvins Þ. Valdimarssonar og píanóundirleik Dagnýjar Björgvinsdóttur. Kórinn er greinilega í framför. Hljómaði betur en í fyrra. Hafði og frábæra einsöngvara með sér. Tónleikarnir hófust með hinu kunna lagi Á Sprengisandi. Hafði það verið vinsælasta lag kórsins í Kanadaferð hans á síðasta ári. Kirkjan fylltist strax af söngkrafti og sönggleði.

Lesa áfram„Vinir um eilífð – Gleðilegt sumar“

Gömbu tónleikar

Sjaldan hafa tvær klukkustundir í tónleikasal verið jafnfljótar að líða. Því var líkast að maður væri nýsestur þegar komið ver hlé. Og eins var með seinni hlutann. Óskaplega falleg tónlist, fáguð og fínleg. Leikin voru verk eftir höfunda sem voru uppi fyrir þrjú til fjögur hundruð árum. Gibbons, Locke, Purcell. Eftir hlé voru verk eftir meistara Bach. Þetta var í Salnum í Kópavogi.

Lesa áfram„Gömbu tónleikar“

Vika bókarinnar. Fjórði hluti

Fór loks í gær í búð og keypti smásögur Hemingway´s í annað sinn. Þessar sem komu út fyrir jólin. Þá þurfti ég að fara þrjá daga í röð í bókabúð til að eignast hana. Það var tíminn sem það tók útgefendur að koma henni í verslun eftir að þeir sögðu hana komna í búðir. Bókin heitir Snjórinn í Kilimanjaro og fleiri sögur. Hún er þýdd af Sigurði A. Magnússyni. Listavel.

Lesa áfram„Vika bókarinnar. Fjórði hluti“

Vika bókarinnar. Þriðji þáttur

Það urðu miklir fagnaðarfundir og ást við fyrstu sýn þegar ég eignaðist Íslendingasögurnar. Þá var ég sautján ára. Hafði fengið útborgað fyrir vinnu við uppskipun á eyrinni og fór í Bókaverslun Norðra sem þá var til í Hafnarstræti. Líklega við hliðina á Heitt og kalt. Ekki man ég hvað safnið kostaði en það fékkst með afborgunum, hundrað krónum á mánuði. Þrjátíu og níu bækur.

Lesa áfram„Vika bókarinnar. Þriðji þáttur“

Vika bókarinnar. Annar þáttur

Margar af þeim bókum sem komu mér á lagið með að lesa, þegar ég var barn og unglingur, eru löngu horfnar úr safninu. Ástæður fyrir því eru vafalítið margar. Þá helstu tel ég þó vera stjórnleysi sem plagaði persónuleika minn á árunum þeim. Auðvitað vildi ég vel en hafði ekki staðfestu til fylgja því eftir. Þessu hafði faríseinn Sál frá Tarsus lent í fyrir margt löngu og orðaði þannig í bréfi: „ Það góða, sem ég vil, gjöri ég ekki, en hið vonda, sem ég vil ekki, það gjöri ég.“

Lesa áfram„Vika bókarinnar. Annar þáttur“