Hugarburður

Stundum, í gamla daga, á unglingsárunum, varð ég svo glaður í sálinni að ég varð að blanda geði við fólk með einhverjum óvenjulegum hætti. Átti ég það til, staddur niður í Austurstræti til dæmis, að svífa á fólk sem þar var á ferð, ávarpa það og leggja til að við gerðum eitthvað saman. Man ég eftir einni svona ferð inn á Hressingarskálann í Austurstræti. Hann var þá eitt af hjörtum bæjarins. Þetta var skömmu eftir hádegi. Gunni í Jónshúsi var með mér.

Lesa áfram„Hugarburður“