Í tilefni dagsins

Í tilefni dagsins fékk ég mér göngu um miðbæ Reykjavíkur. Hóf ferðina um tíuleytið. Árdegis. Veðrið var blítt. Umvafði sál og huga. Vék mér að útlendum hjónum á horni Bergstaðastrætis og Skólavörðustígs. Þau grúfðu sig yfir kort af Reykjavík. „Are you lost?” spurði ég. Þau tóku mér vel. Börnin þeirra, unglingar, fylgdust með. Þau ætluðu í Ráðhúsið. Sjálfur fór ég í hraðbanka Spron.

Lesa áfram„Í tilefni dagsins“