Og tími til að kætast

Steina frænka mín sagði gjarnan: „amman er þarfasti þjóninn.” Steina frænka. Ég hef alltaf dáðst að henni. Hún hefur á einhvern undraverðan hátt haldið glaðværð og góðu skapi í gegn um lífið. Vissulega skil ég að hún hefur fengið gen frá mömmu sinni og mamman frá sinni mömmu, en sú var amma okkar Steinu og hló að flestu sem fyrir bar eftir nírætt. En þegar Steina talar um þarfasta þjóninn þá á hún við hvað dætrum hennar þykir gott að láta hana gæta barna þeirra.

Lesa áfram„Og tími til að kætast“