Karlar í krapinu

Karlmenn eru hinar miklu hetjur tilverunnar. Þetta undirstrikaðist vel í gær. Ásta átti erindi í Kringluna. Þurfti að skipta einhverri flík. Ók á eigin bíl. Póló. Bílinn hefur hún dáð og dásamað alla daga. Nema kannski þegar hún er að kaupa varahluti í Heklu. Þar er allt svo dýrt. Hvað um það. Bíllinn hennar hafði staðið svo til ónotaður allan júlímánuð. Vegna sumarleyfa. Og henni þótti gott að setjast inn í hann og aka og erinda frjáls og óháð. Við ætluðum síðan að hittast þegar ég hefði lokið mínum erindum.

Lesa áfram„Karlar í krapinu“