Ómur orðsins

Senn lýkur sumarleyfinu. Og þar með tíma til að hvílast. Við höfum notið þeirra forréttinda, hjónakornin, að vera í sveit svo til í mánuð. Kúplað út frá daglegu amstri og hreinsað hugann. Við smíðar og fleira þeim tengdum. Hreinsað hugann? Það er nú kannski full mikið sagt. Mér sýnist það sé ekki eins einfalt og það hljómar. Hugurinn er nefnilega margslunginn staður. Og ekki einfaldur í meðförum.

Lesa áfram„Ómur orðsins“

Maðurinn er málskepna

Við erum í sumarfríi, ég og spúsa mín. Smíðum alla daga í Litlatré. Vinnum persónulegan sigur á hverjum degi. Höfum klætt húsið utan, borið fyrstu umferð af fúavörn á klæðinguna, neglt upp undir þakskegg og málað gluggakarma. Ásta er snillingur með mjóu línurnar. Og við höfum gjarnan sagt í dagslok, eins og Guð almáttugur sagði forðum þegar hann leit yfir vikudjobbið: „Og sjá, það var harla gott.”

Lesa áfram„Maðurinn er málskepna“