Hafragrautur og lýðskrum

Það var einu sinni vaktmaður. Hann átti að sjá um morgunmat. Meðal annars átti hann að elda hafragraut. Dag einn var hann spurður hvað hann syði haframjölið lengi. Hann svaraði að bragði. „Sjö til átta mínútur.” Þá var hann spurður: „Hefur þú lesið leiðbeiningarnar á pökkunum?” „Nei, ég þarf þess ekki. Ég hef eldað hafragraut alla ævi. Verið kokkur víða.” „En værir þú til í að lesa leiðbeiningarnar á pökkunum?” var hann spurður aftur. Þá brást hann hinn versti við. Stóð upp og tók að hrópa.

Lesa áfram„Hafragrautur og lýðskrum“