Lokaprófið

Hún heitir Þuríður Guðmundsdóttir. Er frá Sámsstöðum í Hvítársíðu. Hún yrkir ljóð. Í ljóðum hennar er tónn. Í tóninum dulúð. Dulúð. Langt að komin. Maður þagnar við. Hlustar. Skynjar. Grunar. Finnur fyrir honum. Kannast við hann. Tekur ofan. Lýtur. Minnist.

Lesa áfram„Lokaprófið“

Biluð heimasíða

Þeir hjá Heimsneti.is hafa hýst heimasíðuna mína frá upphafi hennar. Það hefur að meðaltali gengið vel. Í síðustu viku brá þó til hins verra. Nánar tiltekið mánudaginn 3. maí. Þá var eins og lífsstrengurinn til síðunnar slitnaði. Hún hætti að taka við pistlum og hætti að telja heimsóknir og var öll hin erfiðasta. Þegar hringt var í hýslana sögðu þeir að fyrirtækið Og Vodafone, sem hafði yfirtekið Heimsnet.is fyrir nokkru, hefði skipt um eða endurnýjað vélar og þá hefðu sumar tölvur ekki sömu formerki og nýju tækin þeirra.

Lesa áfram„Biluð heimasíða“