París er stöðug veisla, seinni hluti

Ógleymanlegar eru þær tilfinningar sem við upplifðum þegar við fórum um miðborgina. Við Ásta höfum komið tvisvar til Parísar. Nutum þess af ákaflega í bæði skiptin. Ráfuðum um brýrnar, litum inn í veitingastaði fræga af bókum, upplifðum matseðla á vinstri bakkanum með nefinu, skoðaðar kirkjur, Eiffel og Sigurbogann og hvað það nú allt heitir. Og listasöfnin. Það er stöðug veisla. Stöðug veisla með krás.

Lesa áfram„París er stöðug veisla, seinni hluti“

París er stöðug veisla, fyrri hluti

Ágætur vinur okkar Ástu, Helgi Jósefsson, hafði lesið grein í blaði sem ég skrifaði eitt sinn og heitir Þrír dagar í París eða Pétur og haninn. Við Ásta höfðum verið í París í nokkra daga og upplifað þessa stórkostlegu borg. Þegar Helgi einverju sinni var á ferð í París kom hann við á Louvre safninu og leitaði uppi myndina af Pétri og hananum, en hluti greinarinnar fjallaði einmitt um myndina. Helgi tók mynd af málverkinu og gaf Ástu þegar heim kom.

Lesa áfram„París er stöðug veisla, fyrri hluti“

Gellur í tíma og rúmi

Það var fyrir svo sem tíu árum síðan. Við Ásta vorum að skoða gólfefni. Komum í Ármúlann. Þar var verslun með slík efni. Þetta var skömmu eftir hádegi. Afgreiðslumaðurinn var í þessu feikna stuði. Hann bókstaflega dansaði um búðina og sagði okkur með sveiflu frá því hvað gellur og hvítvín væri frábær matur. Ég er ekki frá því að hann hafi sýnt tangó tilburði þegar hann skeiðaði um gólfið. „Gellur og hvítvín,” endurtók hann aftur og aftur. „Gellur og hvítvín.”

Lesa áfram„Gellur í tíma og rúmi“

Af skáldaþingi

Ég er heiðarlegur maður / Ég er heiðarlegur maður
Ég er heiðarlegur maður / Ég er heiðarlegur maður

Ég er heiðarlegur maður / Ég er heiðarlegur maður
Ég er heiðarlegur maður / Ég er heiðarlegur maður

Ég er heiðarlegur maður / Ég er heiðarlegur maður
Ég er heiðarlegur maður

Ég er heiðarlegur maður / Ég er heiðarlegur maður
Ég er heiðarlegur maður

Lesa áfram„Af skáldaþingi“

Þokan á þriðjudag

Morguninn var svo dularfullur. Þoka lá yfir borginni. Sást eiginlega ekki á milli húsa hérna í dreifbýli Kópavogs. Umferðin gekk hægar en venjulega. Niður í miðbæ Reykjavíkur,- það er annars merkilegt að þegar maður segir niður í miðbæ, þá er ávallt átt við miðbæ Reykjavíkur. Kannski er það af því hvað miðbær Kópavogs er fráhrindandi og óvænn. Hvað um það. Gallinn við miðbæ Reykjavíkur er samt sá að maður verður að bíða til klukkan 10 eftir að verslanir opni. Það er ljótur ósiður. Karlar á mínum aldri vilja helst afgreiða erindi sín á morgnanna.

Lesa áfram„Þokan á þriðjudag“

Píslir í þágu Mammons

Blöðin í morgun og undanfarna daga hafa eytt talsverðu rými undir efni um Gibson kvikmyndina Píslarsögu Krists. Í ljós kemur að margir voru kallaðir saman til að vera viðstaddir forsýningu á myndinni. Væntanlega hefur þeim verið boðið í þeirri von að mikil umræða hæfist og í framhaldi af henni mikil aðsókn sem tryggði góðan hagnað. Þá er og ljóst að viðbrögð og skoðun þeirra er myndina sáu eru afar mismunandi. Að vonum.

Lesa áfram„Píslir í þágu Mammons“

Kryddlegin hjörtu

Átti erindi í gærmorgun á ýmsa staði til að afla efnis í afmælismáltíð Ástu minnar. Meðal annars í Kringluna. Keypti þar handarkrikabrauð. Handarkrikabrauð? Hvað er það? Það er baguette. Í París sér maður allskyns fólk koma út úr búð með baguette í handarkrikanum. Sagði einu sinni við stúlku sem afgreiddi í bakaríi í Reykjavík: „Eitt handarkrikabrauð, takk.” Hún sagði: „Eitt hvað?” „Handarkrikabrauð,” endurtók ég. Og þá eldroðnaði hún. Kúnstugt.

Lesa áfram„Kryddlegin hjörtu“

Ljósmyndasýning

Við höfum reynt að fara á hverju ári að sjá sýningu blaðaljósmyndara. Hún hefur upp á síðkastið verið í Gerðarsafni, Kópavogi. Því fallega húsi. Á sýningunni er mikið af myndum og myndröðum. Litadýrðin stórkostleg, og svarthvítar með sínum eilífa sjarma. Ásta tók að skoða af ákafa. Ég brá nokkuð öðruvísi við. Fannst myndirnar eiginlega vera of fullkomnar. En vissulega hef ég ekki mikið vit á fréttaljósmyndum.

Lesa áfram„Ljósmyndasýning“

Fljótið og lækir dalanna

Stundum eru svo margar bækur komnar á skrifborðið mitt, heima, að ég neyðist til að endurskoða staflann til að hafa sæmilegt rými fyrir olnbogana. Núna eru þarna tvær bækur eftir William James, The Varieties of Religious Experience og The Will To Believe. Þá er þarna The Sayings of The Jewish Fathers, Íslenska sálfræðibókin, Heilög ritning og Bókin um veginn á íslensku og ensku. Þá eru tvær bækur um indverska matargerð.

Lesa áfram„Fljótið og lækir dalanna“