Öskudagur

Þess er vert að geta að síðastliðinn sunnudag hófst í Ríkisútvarpinu, rás eitt, nýr þáttur, klukkan 09.03. Ber hann yfirskriftina „Sköpunarstef í textum og tónum.” Umsjónarmenn þáttarins eru Kristinn Ólason og Helgi Jónsson. Fyrsti þátturinn lofar góðu um framhaldið, en samtals verða þeir sjö. Leyfi ég mér að vekja athygli á því að þessi fyrsti þáttur verður endurfluttur í kvöld kl. 20:15.

Sjöviknafasta (langafasta), páskafasta sem miðaðist við sunnudaginn sjö vikum fyrir páska og reiknaðist þaðan til páska. Strangt föstuhald byrjaði þó ekki fyrr en með öskudegi (miðvikudegi) að undangengnum föstuinngangi og stóð þá 40 daga (virka) til páska. Askan, gamalt tákn iðrunar, var á miðöldum notuð við guðsþjónustur þennan dag, er pálmagreinar frá pálmasunnudegi árið áður höfðu verið brenndar. Hefur þessi siður haldist í rómversk-kaþólskri trú (dies cinerum). Leikir með öskupoka eru seinni tíma fyrirbæri, upprunnir eftir siðaskipti. (Saga daganna)

Sjöviknafasta hefst, samkvæmt ofangreindu, í dag. Öskudag. Fyrir fólk sem ann ritningunum má undirstrika að upphafið að síðustu kvöldmáltíðinni hefst í Jóhannesarguðspjalli frá og með 13. kafla. Þar segir: „Hátíð páskanna var að ganga í garð. Jesús vissi að stund hans var komin…”

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.