Hún á afmæli

Litla stúlkan hans pabba síns á afmæli í dag. Gunnbjörg. Fyrir fjörutíu árum kom hún í heiminn. Eins og ljós. Hjalandi og malandi. Tók að syngja þegar á þriðja degi. Hefur sungið stöðugt síðan. Og glatt fólk og yljað því.

Lesa áfram„Hún á afmæli“

Súrt rengi, bláar liljur og brúðarslör

Þegar Ásta kom heim úr vinnu í gær hafði hún meðferðis súrmat, bland í poka, til að færa karlinum sínum. Og blóm. Bláar liljur og brúðarslör. Hún hafði komið við í Nóatúni á Háaleitisbraut og verslað úr kjötborðinu. „Þarna var fullt af gömlum körlum sem voru svo frekir við afgreiðsluborðið og dónalegir, hölluðu sér yfir það og tróðu sér hver fram fyrir annan.

Lesa áfram„Súrt rengi, bláar liljur og brúðarslör“

Ekkert gera og ekkert vera

Það er nú ekki margt sem hrífur í öllu þessu hafaríi út af bók Hannesar Hólmsteins um Halldór Laxness. Uss, nei. Og með ólíkindum hvað allt þetta fólk sem skipar sér í hóp manna með gáfur og menntun getur látið barnalega og hamast og rembst. Auðvitað hef ég ekki lesið bókina, veit ekki hvort ég geri það nokkurn tímann. Samt hef ég lesið bækur Kiljans í hálfa öld. Með mikilli ánægju og dái sumar þeirra ákaflega.

Lesa áfram„Ekkert gera og ekkert vera“

Stofninn og hríslurnar

Las litla ánægjulega frétt í dagblaði nýlega. Þar var sagt frá því þegar kynntar voru tvær nýútkomnar bækur Hins íslenska bókmenntafélags. Bækurnar eru Kristin siðfræði í sögu og samtíð og er höfundur hennar dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson. Hin bókin heitir Um ánauð viljans og er eftir Martein Lúter, þýdd af Jóni Árna Jónssyni og Gottskálki Þór Jenssyni, en hann og fyrrnefndur dr. Sigurjón Árni skrifa báðir inngang að þeirri bók.

Lesa áfram„Stofninn og hríslurnar“

Tímar uppgjörs

Ársskýrslur geta verið tímafrekar. Hef eiginlega ekki séð fram úr samantekt á tölum, uppsetningu taflna og greinargerða um niðurstöður síðasta árs. Lítil höfuð og grannir heilar þurfa lengri tíma í slíka hluti en gáfað fólk. En nú sér fyrir endann á öllu því. Og þá hefjast átök við að endurlífga þau svæði í heilanum þar sem önnur efni eru vistuð.

Lesa áfram„Tímar uppgjörs“

Kássan hennar Pilar

„„Það eru engir diskar,“ sagði Anselmo. „Notið ykkar eigin hnífa.“ Stúlkan hafði reist fjóra gaffla upp við járnfatið, tindana niður. Þeir átu allir úr fatinu, þöglir, eins og Spánverja er siður. Það var kanína elduð með lauk og grænni papriku og það voru kjúklingabaunir í rauðvínssósunni. Þetta var vel eldað, kanínukjötið laust á beinunum og sósan var lostæti.“

Lesa áfram„Kássan hennar Pilar“

Þú skalt elska

Í bók eftir Sartre sem ég las fyrir tugum ára, hún heitir sennilega „Teningunum kastað“ í íslenskri þýðingu, minnir mig að þemað hafi verið nokkurn veginn þannig að þeir sem elska komist af. Stríðsmaður leitaði óvina í húsi, herbergi eftir herbergi, vopnaður og reiðubúinn að fella sérhvern mann. Í einu herberginu ákváðu karl og kona að elskast á ógnvekjandi stund endalokanna. Þegar stríðsmaðurinn geystist um húsið og kom að herbergi þeirra og leit inn og sá hvað um var að vera, gekk hann framhjá.

Lesa áfram„Þú skalt elska“

Frelsi

Það eru ennþá áramót í huga mínum. Nýja árið er eins og flugbraut framundan. Í huganum. Þessir fyrstu dagar eru eins og biðtími eftir leyfi til flugtaks. Á biðtímanum les maður og heyrir fregnir af fólki og atburðum. Saknaði meðlíðunar í orðum forseta Íslands með fátæku fólki, eldri borgurum, yngri borgurum og vanbúnum borgurum. Heyrðist að samúð hans næði fremur til milljarðamæringanna. Ætli hann sé orðinn einn af þeim?

Lesa áfram„Frelsi“

Um áramót

Bestu óskir um gleðilegt ár eru færðar öllum þeim sem heimsækja þessa heimasíðu. Þá er og við hæfi að þakka fyrir liðið ár. Vona að það hafi verið flestum fremur ljúflegt og að þetta nýja ár verði það einnig. Vissulega er það þannig að fólk reynir að gera sér glaðan dag yfir jól og áramót. Ekki tekst þó öllum að ýta hugarangri og kvíða frá döprum hjörtum sínum. Þannig er nú lífið einu sinni. Gildir það bæði um hreysi og höll.

Lesa áfram„Um áramót“