Smá útúrdúr

Það var við horngluggann í morgun. Kaffið var óvenju gott. Fyrsti bollinn var drukkinn að mestu án orða. Slydda utan við gluggann. Í maí. Slatti af kosningablöðum á borðinu. Ásta sagði: „Ertu búinn að ákveða hvað þú ætlar að kjósa?” „Já.” „Ætlar þú að breyta til?” „Nei. En Þú?” „Nei. Þetta kom til umræðu í vinnunni í gær. Fólk talaði af miklum ákafa um allt þetta nýja fólk sem býður sig fram og allt þetta góða og fína sem það ætlar að gera fyrir alla. Svo kom að mér.

Lesa áfram„Smá útúrdúr“