Bloggið um Írak

Þetta hófst með því að maðurinn spurði hvort ég væri með ný gleraugu. „Nei, ekki aldeilis. Þau eru árs eða tveggja.” „Hví spyrðu?” „Mér sýnist eitthvað vera breytt við þig.” „Hvað ætti það að vera?” „Ég veit það ekki. Ertu nýklipptur, kannski?” „Nei sko ekki, rakarinn minn er á Kanarí. Sex vikur held ég.” „Það er samt eitthvað breytt við þig,” sagði maðurinn, en við höfum hist á hverjum degi síðustu mánuði. „Hvað getur verið svona breytt við þig?” sagði hann svo eftir að hafa skoðað mig um hríð. „Ja, ég veit ekki um neitt, nema að það var skipt um bremsuklossa í bílnum mínum í morgun.”

Lesa áfram„Bloggið um Írak“