Sár þörf fyrir lækni

Hef velt því fyrir mér öðru hverju, í gegnum árin, hvers vegna Prédikarinn höfðaði svo sterkt til mín, af öllum bókum. Og varð fljótlega eins og hlið eða dyr inn á nýjar lendur huga og hugsunar. Lengi vel átti ég erfitt með að skilgreina hvað það var sem leyndist í textanum og hafði þessi áhrif á mig. En með árunum hefur þetta smámsaman orðið ljósara. Nú sýnist mér að sorgin í hjarta höfundarins hafi hljómað í líkum moll og mín. Sorg yfir fánýti, vonbrigðum og hégóma.

Lesa áfram„Sár þörf fyrir lækni“